
Hvernig hagnýtum við
náttúrugæði og menningararf samhliða því að tryggja vernd þeirra?
Ósvör, Bolungarvík
Hvernig geta byggðaþróun og náttúruverndarsvæði sem best farið saman? Hér á landi hefur verið tilhneiging til að halda þessu tvennu aðskildu.
​
Reynsla annarra þjóða sýnir að náttúruvernd getur haldist í hendur við nýtingu, byggð og starfsemi sem er í sátt við umhverfið.
​
Hrífandi, félag um náttúrumenningu, stefnir að því að opna fyrir umræðu um aukið samspil byggðar, atvinnuþróunar og verndarsvæða í sátt við umhverfið.
​
Hvernig getum við stuðlað að náttúrumenningu? Hvað getum við lært af reynslu annarra?
​
Fyrsta skrefið: ráðstefna
um verndarsvæði og þróun byggðar
Hvað getum við lært af öðrum þjóðum var inntak ráðstefnu sem Hrífandi stóð fyrir í Veröld, húsi Vigdísar, þann 27. apríl 2018. Sex erlendir fyrirlesarar sögðu frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs, sem beint eða óbeint tengist hinu verndaða.​

Fyrirlesarar og aðstandendur ráðstefnunnar
Aftari röð: Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi Hrífanda - félags um náttúrumenningu, Salvör Jónsdóttir ráðstefnustjóri, Miguel Clüsener-Godt, Man and the Biosphere, UNESCO og Jukka Siltanen, MS í auðlinda- og umhverfisfræðum
Fremri röð: Rita Johansen, Vega eyjaklasinn, Noregi, Carol Ritchie, Europarc Federation, Peter Crane, Cairngorms þjóðgarðurinn, Skotlandi og Elliott Lorimer, Forest of Bowland Area of Outstanding Natural beauty.