top of page

Umfjöllun um ráðstefnu Hrífanda um verndarsvæði og þróun byggðar í Veröld, húsi Vigdísar, 27. apríl 2018

25 Apr 2018

„Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi og formaður samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun, föstudag.

30 Apr 2018

Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur, fundarstjóri ráðstefnunnar Verndarsvæði og þróun byggðar, ræddi um náttúruvernd og umhverfismál.

26 Apr 2018

Það eru að verða straumhvörf í viðhorfi Íslendinga til óspilltrar náttúru - og kannski má það að einhverju leyti þakka útlendingnum sem vakti okkur til vitundar um þau sannindi eftir hrun að óraskað land er verðmætara en raskað land.

Þetta segir athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem er gestur Sigmundar Ernis í viðtalsþættinum Mannamáli á Hringbraut í kvöld.

29 Apr 2018

Ná­lægð við íbúa­byggð og at­vinnu­starf­semi get­ur verið lyk­ilþátt­ur í vernd­un nátt­úru- og menn­ing­ar­svæða. Gest­ir ráðstefn­unn­ar Vernd­ar­svæði og þróun byggðar, sem fram fór á föstu­dag, fengu að heyra dæmi um þetta frá Englandi, Skotlandi og Nor­egi. Byggð er inn­an allra þriggja svæðanna sem voru kynnt og er land þeirra að stærst­um hluta í einka­eigu. Fyr­ir­les­ar­arn­ir voru sam­mála um að til að svæði sem þessi nái að þríf­ast og blómstra þurfi að hafa hags­muni margra að leiðarljósi, ekki síst heima­manna, hvort sem þeir eru bænd­ur, sjó­menn, stundi versl­un, þjón­ustu eða iðnað. Með slíkri sam­vinnu sé hægt að vernda nátt­úr­una og menn­ingu svæðanna en ekki síður efla lífsviður­væri fólks.

26 Apr 2023

Það eru að verða straumhvörf í viðhorfi Íslendinga til óspilltrar náttúru - og kannski má það að einhverju leyti þakka útlendingnum sem vakti okkur til vitundar um þau sannindi eftir hrun að óraskað land er verðmætara en raskað land. Þetta segir athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem er gestur Sigmundar Ernis í viðtalsþættinum Mannamáli á Hringbraut.

26 Apr 2018

Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun.

01 Jan 2020

Streymt verður frá ráðstefn­unni Vernd­ar­svæði og þróun byggðar sem hefst klukk­an 10 í Ver­öld, húsi Vig­dís­ar, í dag. Hægt er að horfa á streymið hér að neðan.

Fé­lags­sam­tök­in Hríf­andi standa að ráðstefn­unni en stofn­andi henn­ar er Sig­urður Gísli Pálma­son, aðal­eig­andi IKEA. Sal­vör Jóns­dótt­ir skipu­lags­fræðing­ur er ráðstefn­u­stjóri.

Please reload

bottom of page